Upplýst fasteignaleit

Fasteignavaktin aðstoðar þig við að greiða úr flækjum og upplýsingaþurrð í fasteignaleitinni.

Sækja frá Chrome Web Store Sækja frá Google Play

* eingöngu fyrir mbl.is/fasteignir

Um fasteignavaktina

Safnar saman og miðlar sögulegum upplýsingum úr söluskrám fasteigna á Íslandi
ásamt því að veita þér beinar tengingar inn í helstu gagnasöfn sem tengjast fasteignamarkaðinum.

Fasteignamarkaður fyrir kaupendur

Erfitt getur verið fyrir kaupendur fasteigna að halda utan um verðbreytingar og meðalverð eigna í hverfum og sveitarfélögum. Tól fasteignasala virðast vera stillt þannig að breytingar og þróun verðs á sölueignum er mjög ógagnsætt fyrir kaupendur.

Aðal hlutverk fasteignavaktarinnar er að veita kaupendum betra upplýsinga gagnsæi við kaupleit á húsum og íbúðum. Með fasteignavaktina undir hendinni þá lætur þú fasteignasalana ekki ráða ferðinni.

Fasteignavaktin gefur þér aftur stjórnina við fasteignaleitina!

Upplýsingabrunnur fasteignakaupenda

Verðþróun

Fylgist með verði fasteigna og gefur þér einfalda og auðskiljanlega samantekt.

Betri ákvarðanataka

Með allar upplýsingar við fingurgómana þá getur þú tekið betri ákvarðanir fyrr og öruggara.

Bættar tengingar

Tengir þig við upplýsingar úr fjöldan allan af þjónustum og upplýsingaveitum á netinu.

Tæknimáttur

Tölvutæknin vinnur til að veita þér aðgang að gögnum og gagnadýpt sem hefur ekki verið aðgengileg án endurgjalds.

Leitarniðurstöður

Birtir snögga samantekt á helstu upplýsingum og síðustu breytingum á eigninni.

Fasteignavaktin bætir við umtalsvert af mikilvægum upplýsingum beint í leitarniðurstöðurnar. Ítarupplýsingar um herbergjafjölda, aldur og fermetraverð er bætt við ásamt ýmsum handhægum tenglum í aðra upplýsinga vefi.

Helstu upplýsingar um verð þróun svo sem heildar lækkun og hækkun á markaðsverði eru birtar. Vaktin gefur einnig stutta samantekt á því hversu lengi eignin hefur verið óseld og hvenær og hver síðasta verðbreyting var.

Notendur geta merkt eigir og þannig beðið fasteignavaktina um að fylgjast sérstaklega með verðþróun þeirrar eignar. Þessi vakt helst virk þó svo að eignir séu endurskráðar á vef eða flytjast milli fasteignasala.

Verðþróun

Fasteignasalar og seljendur geta gert kaupendum mjög erfitt fyrir að fylgjast með verðþróun eigna og því hversu lengi þær hafa verið í sölu.

Fasteignavaktin heldur utan um sögulega verðþróun eigna jafnvel þótt að eignir séu endurskráðar eða falli út af söluskrá í lengri eða skemmri tíma. Verðþróunar grafið gefur kaupendum einnig samantekt á verðum og verðþróun á eigninni hjá öllum fasteignasölum sem eru eða hafa auglýst eignina til sölu.

* athuga þarf að vegna skorts á skipulögðum íbúðanúmera skráningum á eignum í fjölbýlum og parhúsum þá getur verðþróunar grafið innihaldið skekkjur eða blandað saman ótengdum íbúðum ef margar álíka eignir eru skráðar í sama húsi.

Tengdar eignir

Sjáðu í svipan hvernig samskonar eignir eru verðlagðar í nánasta umhverfi. Fasteignavaktin man meira að segja eftir eignum sem þegar hafa verið seldar.

Eignir í sömu götu, gefur þér sýn á verðþróun og sölutíma samskonar eigna í sömu götu.

Eignir í nánasta umhverfi, flettir upp og birtir þér verð á öllum samskonar eignum í 200m og 500m radíus í kring.

Fyrir hæðir og íbúðir í fjölbýli, rað- eða parhúsum þá birtir fasteignavaktin einnig allar aðrar eignir til sölu í sama húsi.

Kaup- og rekstrarkostnaður

Kostnaður við kaup á fasteign getur komið óþægilega á óvart. Fasteignavaktin reiknar út fyrir þig áætlaðan kaupkostnað miðað við fasteignamat og umsýslugjöld fasteignasala.

Árleg gjöld af fasteigninni eru einnig reiknuð út, s.s. fasteignaskattur og ýmis önnur gjöld sem innheimt eru af sveitarfélaginu. Þessar tölur eru nauðsynlegar til að geta gert sér grein fyrir árlegum gjöldum sem bætast á fjölskylduna vegna eignarhalds á fasteigninni.

* allar töluupplýsingar eru fengnar af heimasíðum sveitafélagana og útgefnum gjaldskrám fasteignasala.

Tengdar upplýsingaveitur

Fasteignavaktin inniheldur gögn og tengingar við fjöldan allan af opnum gagnaveitum á alnetinu. Meðal annars eru beintengingar veittar á eftirfarandi þjónustuvefi.

Tengingar við staðfangaskrá og fasteignavef Þjóðskrár Íslands.

Flettir upp húsa og lóðar teikningum í kortagrunni Reykjavíkurborgar.

Birtir eign í götusýn og kortavef já.is.

Birtir eign í götusýn og kortavef Google Maps.

Sæktu forritið

Hugbúnaðurinn er í sífeldri þróun og nýjar útgáfur eru tíðar.
Skelltu þér á þetta!

* Athugið að eins og er virkar fasteignavaktin einungis í Google Chrome vafraranum og á Android snjallsímum. Verið er að vinna í að útbúa útgáfu fyrir Firefox vafrarann en engar fyrirætlanir eru um forrit fyrir Apple síma (viltu kannski aðstoða við það?).

"Teymið"

Einn maður í fæðingarorlofi...

Sverrir Sigmundarson

Forritari / Kaffihundur

Öryggi og persónuvernd

Engum persónuupplýsingum er safnað um þig, við höfum bara ekkert að gera við þær.

 • Þetta vefsvæði sem og fasteignavaktar forritin nota Google Analytics til vefmælinga.

  Öll þjónusta fasteignavaktarinnar er boðin án endurgjalds og birtir notendum sínum engar auglýsingar né hefur hún nokkrar tekjur af heimsóknum notenda sinna.

  Við hverja komu inn á þennan vef eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við aðrar persónugreinanlegar upplýsingar.

  Það er stefna aðstandenda fasteignarvaktarinnar að nota svokallaðar kökur* sparlega og með ábyrgum hætti. Notendum er bent á að þeir geta stillt vafra sinn þannig að hann láti vita af kökum eða hafni þeim með öllu.

  * „cookies“ - sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina.

 • Hvorki þessi síða né fasteignavaktar forritin safna nokkrum persónugreinanlegum upplýsingum um þig. Allar upplýsingar sem safnað er eru annað hvort geymdar á tölvu viðkomandi notanda (e.g. síðustu gildi notuð í leitarsvæði) eða hent um leið og notandi hættir notkun forrita fasteignavaktarinnar.

  Við munum aldrei selja né leigja nokkrar upplýsingar sem við mögulega eigum um notendur okkar eða hvernig notendur okkar nota vefsíður eða okkar hugbúnað.

 • Á vefnum og í fasteignavaktar forritum gæti verið vísað á vefi stofnana, félagasamtaka og fyrirtækja. Ef notandi heimsækir slíka vefi gilda þær reglur um öryggi notenda sem settar hafa verið af viðkomandi stofnun, félagasamtökum eða fyrirtæki.

  Ekki er borin ábyrgð á efnisinnihaldi eða áreiðanleika þeirra vefja sem hýstir eru utan sverrirs.com lénsins þó svo að við vísum í þá né merkir vísunin að við styðjum eða aðhyllumst nokkuð sem þar kann að koma fram.

 • Reynt er eftir bestu getu að tryggja að upplýsingarnar sem fasteignavaktin birtir séu réttar og innihaldi eins fáar villur og mögulegt er. Hinsvegar er rétt að minna á að hugbúnaður tengdur fasteignavaktinni er smíðaður í frítíma og ber öllum notendum að virða upplýsingarnar og réttleika þeirra með gagnrýnu hugarfari.

  Allar upplýsingar sem veittar eru, sögulegar eða aðrar er miðlað án nokkurar ábyrgðar um að þær séu réttar eða áreiðanlegar. Þessi hugbúnaður og vefsíða eru smíðuð í frítíma og ber notendum að taka mið af því. Því ber að taka öllu efni sem miðlað er af fasteignavaktinni með fyrirvara um villur stórar sem smáar.

  Við ítrekum að engar beinar ákvarðanir skuli vera teknar byggðar eingöngu á gögnum miðluðum frá fasteignavaktinni. Við brýnum fyrir notendum að sækja sér aðstoð og ráðlegginga fagfólks áður en ákvörðun um kaup eða sölu eru tekin.

  Aðstandendur fasteignavaktarinnar eru ekki ábyrgir fyrir neinum ákvörðunum notenda sinna sem á einhvern hátt byggjast á upplýsingum miðluðum af fasteignavaktar forritum eða af léninu sverrirs.com.

 • Þessi hugbúnaður, vinna og keyrsluumhverfi er veitt endurgjaldslaust til notenda og stendur höfundur undir öllum útgjöldum tengdum þeim.

  Við áskiljum okkur þann rétt að aftengja, fjarlægja eða með öðrum hætti stöðva miðlun á forritunarkóða fasteignavaktarinnar og tengdum gögnum án nokkurs fyrirvara eða útskýringa.

Fasteignavaktin

Hugbúnaður sem aðstoðar þig við að taka gagnadrifnar og upplýstar ákvarðanir í leitinni að drauma fasteigninni.